Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 11. september 2017 09:00
Mist Rúnarsdóttir
Markvörður Einherja til Anderlecht
Doris er hér í fjólubláu fyrir miðju. Hún er farin til Belgíu.
Doris er hér í fjólubláu fyrir miðju. Hún er farin til Belgíu.
Mynd: Aðsend
Markvörðurinn Doris Bačić sem leikið hefur með Einherja í sumar er gengin til liðs við belgíska liðið Anderlecht.

Hin 22 ára gamla Doris er króatísk landsliðskona og kom til Einherja fyrir tímabilið. Hún hefur spilað feykilega vel í 2. deildinni.

Anderlecht sóttist eftir að fá hana til liðs við sig og Einherji leyfði henni að fara þó tímabilinu væri ekki lokið enda stórt tækifæri fyrir Doris að færa sig yfir til Belgíu.

Doris hefur áður verið á mála hjá stórum liðum á meginlandinu. Hún var hjá Arsenal árið 2013 en fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi og fór í kjölfarið til FC Rosengård þar sem hún náði ekki að vinna sér sæti í byrjunarliði.

Það verður gaman að sjá hvernig markmanninum mun vegna í Belgíu en það hefur verið jákvætt fyrir 2. deildina að leikmaður úr þessum gæðaflokki taki þátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner