Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mán 11. september 2023 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð og Jón Dagur samþykktu báðir útskýringu þjálfarans
Icelandair
Jón Dagur og Hareide.
Jón Dagur og Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að skiptingarnar hafi gert gæfumuninn fyrir íslenska landsliðið í sigrinum gegn Bosníu í kvöld.

Alfreð Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson komu sterkir inn af bekknum og bjuggu til sigurmark Íslands. Það kom á óvart að sjá þá á bekknum en Age Hareide, landsliðsþjálfari, útskýrði þá ákvörðun sína eftir leik.

„Við þurftum að fá ferska fætur inn," sagði landsliðsþjálfarinn.

„Mikael Anderson hefur staðið sig vel í sömu stöðu og Jón Dagur, sem hefur lagt mikið á sig í leikjunum sem hann hefur spilað. Ég vonaðist eftir því að hann og Alfreð myndu koma sterkir inn af bekknum og það gerðist, en þeir hefðu báðir getað skorað."

Hareide segist hafa trú á öllum hópnum en hann er ekki hræddur við að gera breytingar.

„Ég hef trú á öllum hópnum. Þú dettur ekki út úr liðinu þó þú spilir kannski ekki vel í einn leik. Við vildum ferskar lappir inn. Alfreð og Jón Dagur samþykktu útskýringu mína og þeir voru tilbúnir þegar þeir komu inn á. Það var flott að sjá þá báða koma inn af krafti. Þeir eru báðir líklega byrjunarliðsmenn gegn Lúxemborg næst ef þeir standa sig vel með félagsliðum sínum."
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner