Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mán 11. september 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De la Fuente: Þurfum Ferran Torres með sjálfstraust

Ferran Torres var kallaður inn í spænska landsliðið eftir að Dani Olmo og Marco Asensio meiddust. Luis de la Fuente þjálfari spænska landsliðsins segir að hann skorti sjálfstraust.


Torres hefur byrjað tímabilið vel með Barcelona en hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins en var ekki valinn í upphafi í landsliðshópinn fyrir leiki gegn Georgíu og Kýpur í undankeppni EM.

„Ég hef þekkt Ferran Torres í mörg ár, ég hef séð hans þróun sem leikmaður. Hann þarf sjálfstraust til að vera Ferran sem við þurfum. Við getum ekki nýtt leikmenn sem eru á þessu stigi," sagði De la Fuente.

Torres var kallaður inn í hópinn eftir 7-1 sigur liðsins gegn Georgíu en liðið mætir Kýpur annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner