Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mán 11. september 2023 23:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Um leið og við skoruðum, þá sagði ég að þetta væri allt í góðu"
Icelandair
Alfreð skoraði sigurmarkið í kvöld.
Alfreð skoraði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide gat leyft sér að brosa þegar hann hitti fréttamenn eftir 1-0 dramatískan sigur gegn Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þetta var hans fyrsti sigur sem landsliðsþjálfari Íslands.

Sigurmarkið kom í uppbótartímanum en rétt áður en markið kom þá hafði Hareide lýst yfir pirringu sínum með uppbótartímann. Hann var aðeins tvær mínútur en Norðmaðurinn sagði fjórða dómaranum sína skoðun þegar skiltið fór á loft.

„Ég var reiður því þeir tóku langan tíma í skiptingar. En um leið og við skoruðum, þá sagði ég að þetta væri allt í góðu," sagði Hareide léttur. Sigurmark Íslands skoraði Alfreð Finnbogason rétt áður en flautað var til leiksloka.

Ég hata VAR
Það tók langan tíma að staðfesta að sigurmarkið væri gott og gilt, en VAR skoðaði það í þaula. Landsliðsþjálfarinn var spurður út í tilfinningar sínar á meðan verið var að skoða markið.

„Ég hata VAR, ég hata það," sagði Hareide þá ástríðufullur.

„Ég treysti dómur­un­um. Í leiknum gegn Portúgal þá gáfu þýsku dóm­ar­arn­ir það til kynna að sig­ur­markið þeirra væri rangstaða. Ég hefði getað fengið gult eða jafnvel rautt spjald þegar ég var að útskýra fyr­ir dóm­ar­an­um hvernig þetta var. Það voru þrír leik­menn rang­stæðir í víta­teign­um, eða tveir þeirra. Sá þriðji var á milli þeirra. Hinir tveir hafa áhrif á leik­inn og það er maður í rútu sem tek­ur þessa ákvörðun. Línu­vörður­inn stend­ur á lín­unni og sér aug­ljós­lega hvað ger­ist. Hvernig er hægt að verj­ast ef það er ekki dæmd rangstaða þarna? Þetta er ótrú­legt."

„Ég verð að vera hreinskilinn, ég hata VAR. Fót­bolti snýst um það sem er að ger­ast núna, í augna­blik­inu. Hann snýst ekki um að bíða í fimm mín­út­ur eftir því að fá út­skýr­ingu frá ein­hverj­um í rútu í Reykjavík eða ég veit það ekki, í Þýskalandi. Mér lík­ar ekki við VAR. Ég hata VAR."
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner