PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mið 11. september 2024 13:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garnacho aftur að skjóta sig í fótinn með því að líka við gagnrýni á Ten Hag
Garnacho of fljótur á sér.
Garnacho of fljótur á sér.
Mynd: Getty Images
Ronaldo og Ten Hag.
Ronaldo og Ten Hag.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, gæti hafa komið sér í vandræði hjá félaginu eftir að hafa líkað við færslu á Instagram þar sem sagt er frá því að Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, gagnrýndi Erik ten Hag.

Ten Hag er stjóri United og lenti Ronaldo upp á kant við Hollendinginn haustið 2022 sem endaði með því að samningi Ronaldo var rift og hann samdi við Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Ronaldo var til viðtals hjá sínum fyrrum liðsfélaga, Rio Ferdinand, og í viðtalinu gagnrýndi hann Ten Hag nokkuð harkalega.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn, Fabrizio Romano, vakti athygli á ummælunum og Garnacho líkaði við færslu Ítalans. Í kjölfarið dróg hann það reyndar til baka.

„Þjálfari Man United getur ekki sagt að félagið geti ekki barist um að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina á hverju ári. Þetta er Man United! Þú getur hugsað ýmislegt, en getur ekki sagt hluti eins og þetta. Við verðum að reyna. Þú verður að reyna."

„Þess vegna þarf að stokka upp í hlutunum. Ef Ten Hag hlustar á Ruud van Nistelrooy... kannski hjálpar það. Hann þekkir félagið og félagið á að hlusta á mennina sem voru þarna, það er mjög mikilvægt. Rio Ferdinand, Roy Keane, Paul Scholes, Gary Nevile, Sir Alex Ferguson... þú þarft ráð frá þessum mönnum. Þú getur ekki endurbyggt félag án þekkingar,"
sagði Ronaldo í viðtalinu.

Það þarf ekki að fara lengra til baka en til síðasta tímabils þar sem Garnacho kom sér í klípu þar sem hann líkaði við færslur þar sem Ten Hag var gagnrýndur. Það var eftir jafntefli United gegn Bournemouth þar sem Garnacho var tekinn af velli. Ten Hag sagði þá frá því í kjölfarið að Garnacho hefði beðið sig afsökunar á sinni hegðun.

Garnacho, sem er tvítugur Argentínumaður, byrjaði á bekknum í fyrstu tveimur deildarleikjum United á tímabilinu og var tekinn af velli í tapinu gegn Liverpool í þriðju umferðinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner