Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. október 2020 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli
James McClean var rekinn af velli í leiknum en hér sést hann rífast við leikmenn velska liðsins
James McClean var rekinn af velli í leiknum en hér sést hann rífast við leikmenn velska liðsins
Mynd: Getty Images
Írland 0 - 0 Wales
Rautt spjald: James McClean, Írland ('84)

Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag en Wales hefur ekki tapað leik í riðlinum.

Fyrri hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en Wales vildi þó fá víti er Ethan Ampadu var tekinn niður af Darren Randolph, markverði írska liðsins. Það var þó ekkert dæmt og því flautað til loka fyrri hálfleiks.

Shane Long átti gott skallafæri fyrir Írland á 55. mínútu en boltinn fór rétt framhjá markinu. James McClean fékk að líta sitt annað gula spjald á 84. mínútu og spiluðu því Írar manni færri síðustu mínúturnar.

Wales tókst þó ekki að nýta sér það og markalaust jafntefli staðreynd en Wales er með 7 stig á toppnum í fjórða riðli B-deildarinnar á meðan Írland er í þriðja sæti með 2 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner