Það er kominn hálfleikur í leik Breiðabliks og Shamrock Rovers í 5. umferð Sambandsdeildarinnar.
Það var jafnræði með liðunum en Shamrock komst yfir eftir hálftíma leik. Rory Gaffney fékk flugbraut upp kantinn og sendi boltann á Matthew Healy sem fann Graham Burke og hann skoraði.
Það var jafnræði með liðunum en Shamrock komst yfir eftir hálftíma leik. Rory Gaffney fékk flugbraut upp kantinn og sendi boltann á Matthew Healy sem fann Graham Burke og hann skoraði.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Shamrock Rovers
Stuttu síðar náðu Blikar að jafna. Óli Valur Ómarsson átti fyrirgjöf, markvörður Shamrock greip í tómt og boltinn komst á Viktor Örn Margeirsson á fjærstönginni og hann skoraði.
Sjáðu mark Viktors hér fyrir neðan.
Athugasemdir


