Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Shamrock náði forystunni en Viktor Örn jafnaði metin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er kominn hálfleikur í leik Breiðabliks og Shamrock Rovers í 5. umferð Sambandsdeildarinnar.

Það var jafnræði með liðunum en Shamrock komst yfir eftir hálftíma leik. Rory Gaffney fékk flugbraut upp kantinn og sendi boltann á Matthew Healy sem fann Graham Burke og hann skoraði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Shamrock Rovers

Stuttu síðar náðu Blikar að jafna. Óli Valur Ómarsson átti fyrirgjöf, markvörður Shamrock greip í tómt og boltinn komst á Viktor Örn Margeirsson á fjærstönginni og hann skoraði.

Sjáðu mark Viktors hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner