Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. janúar 2020 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Norrköping þakkar Gumma Tóta fyrir sitt framlag
Guðmundur Þórarinsson í landsleik.
Guðmundur Þórarinsson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samningur Guðmundar Þórarinssonar við IFK Norrköping rann út um áramótin, hann er nú að skoða næstu skref á ferlinum.

IFK Norrköping birti grein á heimasíðu sinni í gær þar sem Guðmundi er þakkað fyrir sitt framlag, hann lék með sænska félaginu frá árinu 2017.

Í grein félagsins segir: „IFK Norrköping þakkar Guðmundi fyrir sitt framlag bæði innan og utan vallar og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni."

Hjá Norrköping lék Selfyssingurinn alls 98 leiki.

Um tíma var Guðmundur talinn vera á leið til Levski Sofia í Búlgaríu en það er nú talið ólíklegt, hann hefur einnig verið orðaður við Djurgarden í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner