Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. janúar 2023 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spörkuðu í rassinn á Berglindi - „Tækifæri sem kemur mögulega aðeins einu sinni"
Fer út sem framherji
Mætt til Huelva á Spáni og verður þar út tímabilið.
Mætt til Huelva á Spáni og verður þar út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég var svo gott sem búin að ákveða að koma heim þegar þetta kom upp á borðið og var það of spennandi tækifæri til að fylgja því ekki eftir.
Ég var svo gott sem búin að ákveða að koma heim þegar þetta kom upp á borðið og var það of spennandi tækifæri til að fylgja því ekki eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikurinn gæti verið gegn Barcelona um helgina.
Fyrsti leikurinn gæti verið gegn Barcelona um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En að öllu gamni slepptu þá vil ég verða betri framherji og þarf að halda áfram að æfa á fullum krafti og sýna og sanna að ég eigi heima í þessari stöðu.
En að öllu gamni slepptu þá vil ég verða betri framherji og þarf að halda áfram að æfa á fullum krafti og sýna og sanna að ég eigi heima í þessari stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir var fyrir rúmri viku síðan tilkynnt sem nýr leikmaður Sporting de Huelva á Spáni. Berglind er uppalinn í Val en fór í atvinnumennsku eftir tímabilið 2020 hjá Fylki. Hún lék í tvö tímabil með Örebro í Svíþjóð en ákvað að söðla um eftir síðasta tímabil.

Hún var til viðtals í nóvember þegar ljóst var að hún yrði ekki áfram í Örebro. Þá sagði hún að það væru „fifty-fifty" líkur á því að hún myndi spila heima á Ísland á næsta tímabili eða yrði áfram erlendis.

Fótbolti.net ræddi við Berglindi og spurði hana út í ákvörðunina að skrifa undir við spænska félagið. Hvernig þróuðust málin undanfarinn einn og hálfan mánuð og hvenær hafði Huelva fyrst samband? „Þetta tók smá tíma. Það voru nokkrir hlutir sem þurfti að laga í samningnum svo ég myndi samþykkja hann en það hafðist á endanum. Liðið var mjög áhugasamt að fá mig og við fundum góða lendingu."

„Þau höfðu samband við umboðsmanninn minn í byrjun nóvember. Ég var svo gott sem búin að ákveða að koma heim þegar þetta kom upp á borðið og var það of spennandi tækifæri til að fylgja því ekki eftir."


Var í viðræðum við lið á Íslandi en setti fyrirvara
Var eitthvað sem var nálægt því að gerast þegar Huelva kom upp?

„Samtalið við eitt lið hérna heima var komið langleiðina en samt með þeim fyrirvara að ég hefði hug á því að halda áfram erlendis ef það passaði með náminu sem ég er í."

Koma til móts við Berglindi varðandi skólann
Í viðtalinu í nóvember kom Berglind inn á námið og fjölskylduna, bæði væri heima á Íslandi. „Huelva voru tilbúin að koma til móts við mig varðandi skólann og það var stór þáttur af hverju ég stökk á þetta tækifæri. Háskólinn er einnig tilbúinn að hjálpa mér að púsla þessu saman svo þetta myndi ganga upp."

„Ég flutti ein út og verð hér í 5 mánuði og það er enginn tími miðað við hin tvö sem ég var ein úti í Svíþjóð."


Samningurinn við Huelva gildir út yfirstandandi tímabil og segir að staðan með framhaldið verði tekin í kjölfarið.

Skellti sér á vit ævintýranna
Fórstu út og kannaðir aðstæður áður en ákvörðun var tekin?

„Það var upprunalega planið en ég var í sex vikna verknámi hér heima og var því enginn gluggi til þess að skjótast út og kanna aðstæður. Ég ákvað að skella mér á vit ævintýranna, flaug út árla morguns 1. janúar, læknisskoðun daginn eftir og er nú í þessum orðum leikmaður Sporting Huelva."

Fyrsti leikur gegn langbesta liðinu
Hvenær kemuru til með að spila þinn fyrsta leik fyrir félagið?

„Leikheimildin var ekki komin í hús nýliðna helgi þannig ég horfði á fyrsta leikinn með stuðningsmönnunum upp í stúku. Hún er klár núna og er ég því lögleg gegn Barcelona í næstu umferð."

Liðið er í áttunda sæti eftir fjórtán umferðir, er eitthvað opinbert markmið fyrir seinni hluta tímabilsins? „Halda dampi og reyna að klifra upp töfluna. Það er ekki flóknara en það."

Barcelona, næsti andstæðingur Huelva, er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið vann einnig deildina með fullt hús stiga á síðasta tímabili, 90 stig úr 30 leikjum. Barca hefur orðið meistari síðustu þrjú tímabil.

Gæti ekki missti af þessu tækifæri
Var einhver einn frekar en annar sem hjálpaði við að taka ákvörðunina?

„Umboðsmaður, fjölskylda og grasekkillinn hjálpuðu mér með þessa ákvörðun. Ég var mikið fram og til baka með þetta allt en góðar vinkonur og baklandið spörkuðu í rassinn á mér og endanlega sannfærðu mig um það að ef ég færi ekki þá gæti ég verið að missa af tækifæri sem kemur mögulega aðeins einu sinni."

Fer út sem framherji og vill verða betri sem slíkur
Hefur eitthvað verið rætt um hvaða hlutverk þú átt að sinna í liðinu?

„Ég fer út sem framherji en það kæmi ekki á óvart að ég yrði sett í markið þar sem það er eina staðan sem ég á eftir að leysa inni á vellinum. En að öllu gamni slepptu þá vil ég verða betri framherji og þarf að halda áfram að æfa á fullum krafti og sýna og sanna að ég eigi heima í þessari stöðu," sagði Berglind að lokum.

Berglind, sem er 27 ára, hefur á ferlinum spilað í varnarlínunni, á miðjunni og nú undanfarið sem framherji hjá Örebro. Hún á að baki fjóra A-landsleiki, lék síðast gegn Kýpur í október 2021.

Hér má nálgast viðtal við Berglindi síðan í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner