Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. janúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður dýrasti leikmaður í sögu Leeds
Georginio Rutter.
Georginio Rutter.
Mynd: EPA
Leeds United er að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Georginio Rutter frá Hoffenheim.

Hann verður dýrasti leikmaður í sögu Leeds en hann mun kosta félagið 35,5 milljónir punda, mun meira en í fyrstu var talið.

Rutter er tvítugur og uppalinn í Rennes í Frakklandi en hélt til Þýskalands fyrir tveimur árum og samdi þá við Hoffenheim.

Á þessu tímabili hefur hann skorað tvö og lagt upp tvö í fimmtán leikjum með þýska félaginu. Franski sóknarmaðurinn er þekktur fyrir sprengikraft sinn og gríðarlegan líkamlegan styrk en hann er nú á leið til Englands.

Í augnablikinu er Rodrigo dýrastur í sögu Leeds en hann kostaði 27 milljónir punda er félagið keypti hann frá Valencia árið 2020.

Leeds er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner