Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool setur risaverðmiða á Nunez
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið hefur sett 85 milljóna punda verðmiða á úrúgvæska framherjann Darwin Nunez. Þetta kemur fram á Anfield Watch.

Liverpool keypti Nunez frá Benfica sumarið 2022 sem var þá metfé en allt í allt kostaði hann 85 milljónir punda.

Félagið greiddi um 64 milljónir punda og var restin í árangurstengdum greiðslum en samkvæmt heimildum enskra miðla er Liverpool nánast búið að greiða upp allt kaupverðið.

Þessi 25 ára framherji hefur mátt þola mikla gagnrýni frá því hann kom frá Benfica. Hann virðist hafa flest allt í vopnabúri sínu nema það sem hann var keyptur fyrir og það er að skora mörk.

Samkvæmt Anfield Watch eru félög farin að horfa til Nunez og er þar sádi-arabíska félagið Al Hilal nefnt til sögunnar. Það hefur áhuga á að sækja Nunez en Liverpool mun ekki sætta sig við lægri upphæð en hann var keyptur á eða 85 milljónir punda.

Jorge Jesus, fyrrum þjálfari Nunez hjá Benfica, er þjálfari Al Hilal í dag og vill hann ólmur endurnýja kynni sín við úrúgvæska framherjann.
Athugasemdir
banner
banner
banner