Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarleikmaður handtekinn á æfingasvæðinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
The Sun greinir frá því að enskur úrvalsdeildarleikmaður var handtekinn á æfingasvæði félagsliðs síns síðasta miðvikudag.

Hann var í haldi lögreglu í sex klukkustundir áður en honum var sleppt án ákæru.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er fótboltamaðurinn sakaður um að hafa búið til kynlífsmyndband án samþykkis, en lögregla gat ekki aðhafst meira í málinu vegna skorts á sönnunargögnum.

Lögregla ákvað samt sem áður að mæta á æfingasvæðið hjá félagsliði leikmannsins til að handtaka hann fyrir framan alla liðsfélagana.

Ekki er greint frá hvaða félagslið eða leikmann er um að ræða, einungis er tekið fram að hann sé á milli 20 og 30 ára gamall og ekki með enskt vegabréf.

Í frétt Sun er greint frá því að liðsfélagar hans hafi í fyrstu haldið að um grín væri að ræða þegar lögreglumennirnir mættu á æfingasvæðið til að handtaka leikmanninn.

Tveir símar voru gerðir upptækir hjá fótboltamanninum en þeim skilað þegar ekkert fannst við ítarlega leit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner