Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   mán 12. febrúar 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Guler lánaður frá Real Madrid á næsta tímabili?
Spænskir fjölmiðlar segja mögulegt að tyrkneska ungstirnið Arda Guler verði lánað frá Real Madrid í sumar.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid hefur hlaðið Guler lofi síðan hann kom til spænska stórliðsins frá Fenerbahce á síðasta ári. Spilmínútur hans hafa hinsvegar ekki verið margar.

Hann missti af fyrstu sex mánuðum tímabilsins vegna meiðsla og hefur bara byrjað einn leik, bikarleik gegn smáliðinu Arandina

Hann hefur samtals spilað 89 mínútur síðan hann kom af meiðslalistanum, flestar komu gegn Arandina.

Sport segir að hann gæti farið á láni í sumar ef hann sér ekki fram á að fá meiri spiltíma á næsta tímabili. Tottenham og Bayer Leverkusen eru bæði sögð áhugasöm.

Þá er Real sagt hrifið af því að lána hann til AC Milan en forráðamenn félagsins voru ánægðir með þróunina á Brahim Díaz sem kom öflugur til baka frá ítalska félaginu og er farinn að banka á landsliðsdyr Spánar.

Ancelotti hefur verið hreinskilinn við Guler og sagt honum að hann þurfi að vera þolinmóður og bíða eftir sínu tækifæri. Forysta Real Madrid í La Liga er að verða þægileg og gæti Guler fengið fleiri tækifæri þegar Ancelotti er að rúlla á hópnum fyrir Evrópuleiki.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner