Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex árum seinna náði Dembele loksins fram hefndum
Mynd: EPA
Ousmane Dembele, leikmaður PSG, skoraði dýrmætt mark gegn Liverpool í gær þegar PSG vann í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni.

Dembele skoraði markið snemma leiks sem jafnaði einvígið en hann náði þar fram hefndum eftir slæmar minningar árið 2019.

Þá lék Dembele með Barcelona en Liverpool sló spænska liðið úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0 á Camp Nou.

Liverpool vann seinni leikinn á Anfield 4-0 en Dembele klikkaði á algjöru dauða færi í fyrri leiknum á lokasekúndum leiksins sem hefði getað komið Barcelona í 4-0 forystu fyrir leikinn á Anfield.


Athugasemdir
banner
banner
banner