Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
banner
   mið 12. mars 2025 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa ósáttur við komment Þorgríms - „Þetta var bara algjörlega rangt"
Þorgrímur var hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins fyrir nokkrum árum síðan.
Þorgrímur var hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa.
Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valsarar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins og unnu norska úrvalsdeildarliðið HamKam í æfingaleik á laugardag.

Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, í gær og var hann spurður út í taktinn í liðinu þessa dagana. Túfa er ánægður með þann stað sem liðið er á í dag.

„Það er mjög jákvæður taktur. Það sem gleður mig mest er þessi vinna sem leikmenn hafa lagt á sig, viljinn í að leggja mikið á sig daglega. Menn hafa gert það í allan vetur og núna í æfingaferðinni erum við að nota tímann til þess að vera mikið saman. Það skín í gegn að það er stemning og samstaða. Það er eitthvað sem hefur verið í mínum liðum sem ég hef stýrt, bæði hér heima og úti í Svíþjóð. Menn voru glaðir að vera hluti af þeim liðum. Við erum klárlega á réttri leið, jákvætt yfir öllu en eigum mikið inni og mikil vinna framundan," sagði Túfa.

Talandi um stemningu í liðum hjá Túfa. Þorgrímur Þráinsson, fyrrum leikmaður og formaður Vals, beindi spjótum sínum að þjálfaranum í tengslum við mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðasta mánuði.

Þorgrímur skrifaði eftirfarandi í stuðningsmannahópi Vals: „Ég er verulega huxi yfir þessari atburðarás sem hefur blæ reynsluleysis. Það að þjálfari geti ekki búið til alvöru liðsheild er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað. Persónulega finnst mér þetta vandræðalegt fyrir mitt ágæta félag. En það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér."

Túfa hafði sitthvað um þessi skrif Þorgríms að segja.

„Þetta var athugasemd frá Þorgrími sem ég þekki mjög vel, við töluðum mikið saman eftir að þetta komment kom á samfélagsmiðla. Þetta var bara algjörlega rangt. Það er hægt að spyrja alla leikmenn sem ég hef haft, bæði hér heima og úti í Svíþjóð og jafnvel leikmenn sem spiluðu minna, að ef það er eitthvað sem einkennir mín lið þá er það liðsheildin og stemningin. Menn hafa alltaf viljað vera hluti af mínum liðum. Menn hafa bætt sig og tekið næsta skref á sínum ferli undir minni stjórn."

„Ég var ósáttur við þetta komment því þetta er ekki raunin og verður aldrei í mínum liðum. Ég er búinn að ræða við Þorgrím og hreinsa loftið. Eins og venjulega ætla ég ekki láta neina umræðu, sem er alls ekki rétt, hafa áhrif á það sem ég og mitt lið er að gera. Ég stend alltaf fyrir framan minn hóp og ver hann vel. Ég er þannig gerður að ef menn hafa eitthvað að segja þá skulum við horfast í augu og ræða málin. Ég get tekið gagnrýni, liðið mitt hjá öllum félögum, og sérstaklega núna, hefur alltaf staðið þétt saman. Ég trúi á það að heiðarleiki og vinnusemi muni skila árangri á endanum,"
sagði Túfa.
Athugasemdir
banner
banner