Í dag eru liðnar þrjár vikur frá því að Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkings frá Val. Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, vildi ekki tjá sig í miðjum storminum um brotthvarf Gylfa og fékk gagnrýni fyrir það. Hann tjáði sig í samtali við Fótbolta.net í dag.
Gylfi og hans teymi lét það skýrt í ljós í aðdraganda skiptanna að hann vildi fara frá Val og bitust bæði Breiðablik og Víkingur um hann. Hann skrifaði svo undir hjá Víkingi þann 18. febrúar, eftir talsvert af japli, jamli og fuðri. Það svo hætti ekkert strax eftir skiptin því þau urðu fjölmiðlamatur út vikuna.
Gylfi og hans teymi lét það skýrt í ljós í aðdraganda skiptanna að hann vildi fara frá Val og bitust bæði Breiðablik og Víkingur um hann. Hann skrifaði svo undir hjá Víkingi þann 18. febrúar, eftir talsvert af japli, jamli og fuðri. Það svo hætti ekkert strax eftir skiptin því þau urðu fjölmiðlamatur út vikuna.
Í dag eru þrjár vikur frá því að Gylfi fór frá Val, hvernig horfir þú til baka?
„Það sem ég tók aðallega út úr þessu að það var alltof mikil umræða um eitthvað sem tengdist alls ekki fótboltanum. Persónulega vildi ég ekki vera hluti af þeirri umræðu, persónuleg regla sem ég hef fylgt frá því að ég byrjaði að þjálfa; ég vil ekki blanda mér inn í eitthvað sem tengist ekki fótboltanum," segir Túfa.
„Samskipti mín og Gylfa voru frábær frá fyrsta degi hjá mér í Val fram að síðasta degi hans hjá félaginu. Við unnum vel saman, bæði innan og utan vallar, erum báðir miklir atvinnumenn og yfirleitt ná menn þá vel saman. Á síðasta deginum kom hann á skrifstofuna mína og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi fara. Þannig voru okkar samskipti, töluðum hreint út hvor við annan, sama hvort það var fótbolti eða eitthvað annað. Eftir að hann tók þessa ákvörðun þá tók félagið ákvörðun um að selja hann og hann samdi við Víking. Frá minni hlið var þá þetta mál búið, hann var þá orðinn leikmaður Víkings. Ég óska honum allt það besta í framtíðinni."
„Að hann hafi farið truflaði okkur ekki. Frá þeim degi var bara einbeitingin á þá sem eftir voru hjá félaginu. Við erum með geggjaðan hóp, frábæra leikmenn og höfum styrkt okkur eftir að hann fór með komu Mathias Lundemo. Við höfum trú á okkur sjálfum og þetta mál hefur ekki truflað okkur, mig eða leikmannahópinn, neitt. Þessu var bara lokið þann dag sem hann fór og það hefur ekki komið upp umræða um hann síðan. Einbeitingin er bara á okkur og það breytist ekkert."
Ekki fyrsti maðurinn sem fer
Þegar Gylfi kom til þín og útskýrði að hann vildi fara, varðstu fyrir vonbrigðum?
„Þegar þú talar við leikmenn undir fjögur augu þá er það bara á milli okkar. Hann er bara leikmaður Víkings í dag, ég er með geggjaðan hóp og hlakka til að mæta til vinnu á hverjum einasta degi. Það var æfing klukkan 10 í morgun og við æfum seinni partinn aftur. Þetta er bara búið, hann er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fer frá liði sem ég þjálfa. Þó að þetta sé Gylfi Sig, þá breytti það engu."
„Ég er mjög ánægður með að þetta hefur ekki truflað okkur þjálfarana eða hópinn. Það eru skemmtilegir tímar framundan og nóg um að hugsa fyrir mig," segir Túfa. Nánar var rætt við þjálfarann og verður meira úr viðtalinu birt hér á vefnum á morgun.
Athugasemdir