Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 12. maí 2017 12:05
Magnús Már Einarsson
Breiðablik hafnar tilboði frá FH í Damir
Damir í leik gegn Fjölni í vikunni.
Damir í leik gegn Fjölni í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur hafnað tilboði frá FH í varnarmannin Damir Muminovic. Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Þeir buðu í hann en við höfum ekki í hyggja að selja leikmenn úr varnarlínunni okkar. Við höfum frekar verið að leita leiða til að styrkja hana," sagði Eysteinn við Fótbolta.net í dag.

Varnarmaðurinn ungi Michee Efete kom til Breiðabliks á láni frá Norwich í vikunni og þá er líklegt að Elfar Freyr Helgason komi aftur til félagsins í júlí eftir lánssamning hjá Horsens í Danmörku.

FH hefur verið í leit að varnarmanni undanfarið en félagið vildi meðal annars fá Tobias Salquist frá Silkeborg. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, sagði við Fótbolta.net í gær að mjög ólíklegt sé að Tobias komi og þá hafa Blikar nú hafnað tilboði frá Íslandsmeisturunum í Damir.

Hinn 27 ára gamli Damir hefur verið í lykilhlutverki í vörn Blika síðan hann kom til félagsins árið 2014.

Síðastliðið haust reyndi Valur að fá Damir í sínar raðir en Breiðablik hafnaði tilboði frá Hlíðarendaliðinu í hann. Damir gerði síðan nýjan þriggja ára samning við Blika.
Athugasemdir
banner
banner
banner