FH-ingar eru bjartsýnir á að ná að styrkja vörnina hjá sér áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á mánudagskvöld. Þeir hafa verið að skoða miðverði en sú leit hefur enn ekki borið árangur.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, segir að það séu nöfn á borðinu og hann telji líklegra en ekki að það verði klárað að landa miðverði fyrir gluggalok.
Daninn Tobias Salquist sem lék með Fjölni í fyrra er á óskalista FH og hefur leikmaðurinn sjálfur lýst yfir áhuga á að fara til Íslandsmeistarana. Silkeborg er að spila í umspili um Evrópusæti í dönsku deildinni og vill halda Salquist.
„Þeir eru að fara í mikilvæga leiki. Það er mjög ólíklegt að við getum fengið hann, við getum ekki beðið endalaust," segir Birgir.
Salquist hefur lítið fengið að spila hjá Silkeborg en fékk tækifæri í síðasta leik og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína.
FH á stórleik framundan gegn Val á mánudag. Kassim Doumbia hefur misst af fyrstu tveimur leikjum FH-inga á mótinu en vonast þeir til þess að hann geti spilað gegn Valsmönnum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir