Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Þeir verða vafnir í bómul næstu tíu daga
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Á miðvikudaginn í næstu viku verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þegar Tottenham mætir Manchester United í Bilbao. Leikurinn er feikilega mikilvægur fyrir bæði lið og tímabil þeirra ræðst hreinlega í þessum eina leik.

Sigur í Evrópudeildinni gefur ekki bara eftirsóttan bikar heldur einnig sæti í Meistaradeild Evrópu. Bæði þessi lið eru í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þau hafa valdið miklum vonbrigðum.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, spjallaði við fréttamenn í dag og var spurður út í stöðuna á Dejan Kulusevski sem meiddist í leiknum gegn Crystal Palace.

„Þetta virðist bara hafa verið högg og við leyfum þessu að jafna sig í einn dag eða svo," svaraði Postecoglou en Kulusevski er sérstaklega mikilvægur nú þegar James Maddison er meiddur og verður ekki meira með á tímabilinu.

„Við höfum fengið okkur fullsadda af meiðslum, menn verða vafnir í bómul næstu tíu daga."

Hann var spurður út í stöðuna á Son Heung-Min og segir að Kóreumaðurinn ætti að vera kominn í góðan gír fyrir úrslitaleikinn.

„Son er fínn. Það var mikilvægt að hann fékk nokkrar mínútur í gær. Hann æfði vel í morgun en tók ekki þátt í allri æfingunni því hann spilaði í gær. Við getum byggt hann upp fyrir leikinn. Hann veit hversu mikilvægt það er fyrir félagið að ná í titil," segir Postecoglou.
Athugasemdir