Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 12. júní 2020 09:15
Magnús Már Einarsson
Donni spáir í fyrstu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Donni á hliðarlínunni.
Donni á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý Rut Hlynsdóttir skorar í kvöld samkvæmt spá Donna.
Lillý Rut Hlynsdóttir skorar í kvöld samkvæmt spá Donna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með leik Vals og KR á Origo-vellinum.

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

„Ég vil ég óska öllum góðs gengis í sumar. Ég vona að við sjáum marga áhorfendur á öllum leikjum því gæðin í deildinni eru mikil og stelpurnar bjóða upp á mjög skemmtilegan fótbolta," sagði Donni.

Valur 2 - 2 KR (19:15 í kvöld)
Þetta verður hörku spennandi leikur sem endar með 2-2 jafntefli. Lillý skorar sjaldséð glæsimark fyrir Val en Þórdís Hrönn jafnar fljótlega eftir það. 1-1 í hálfleik en Lára Kristín kemur svo KR yfir og þær munu halda að þær hafi unnið en þá kemur Hallbera með gullsendingu og Elín Metta jafnar.

Breiðablik 5 - 1 FH (13:00 á morgun)
Blikar vinna þennan leik örugglega 5-1. Sveindís skorar 2, Berglind 2 og Alexandra 1 fyrir Blika. En auðvitað mun Andrea Mist skora rosalegt mark fyrir FH.

Þór/KA 2 - 0 Stjarnan (15:00 á morgun)
Stjörnustelpur eru heppnar að fá að fara á einn skemmtilegasta völl landsins i fyrstu umferð, heppnar þær. En þær fara leiðar heim í Garðabæinn því Andra Hjörvari mun takast að vinna sinn fyrsta leik i deildinni. Þór/KA taka þennan leik og mig grunar að það verði 2-0 þó i hörkuleik eins og alltaf þegar þessi til mætast. Taktísk skák Andra og Kristjáns sem Andri klárar. Arna Sif stangar inn eitt eftir vel útfært fast leikatriði. Síðan kemst María Catarina ein í gegn í lokin þegar Stjarnan er að reyna að jafna og skorar sigurmarkið.

Fylkir 1 - 3 Selfoss (17:00 á morgun)
Reykjavíkurmeistararnir á móti Meisturum Meistarana. Þetta verður stórskemmtilegur leikur tveggja góðra liða. Mig grunar að eini útisigurinn í þessari umferð verði í Árbænum. Selfoss með mikið mómentum i gangi sem er gaman að fylgjast með og þær vinna þennan leik 1-3. Dagný stimplar sig inn með tveimur mörkum og naglinn Barbára setureitt og fagnar með heljarstökki. Fyrir Fylki verður það jaxlinn Berglind Rós sem skorar.

ÍBV 4 - 3 Þróttur (16:00 á sunnudag)
Þetta verður markaleikur og mikil skemmtun. Linda Líf sem er eitt mesta efni landsins verður í stuði og skorar 3 mörk en mig grunar að Andri Ólafs hafi fundið einhverja svipaða og Cloe og hún gerir 4 mörk. Svo það verður geggjaður 4-3 sigur ÍBV.

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner