Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands: Tvær tíur í einum stærsta sigri sögunnar
Icelandair
Sveindís skoraði þriðja markið.
Sveindís skoraði þriðja markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingibjörg skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Ingibjörg skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessar voru allar stórkostlegar í leiknum.
Þessar voru allar stórkostlegar í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi og stelpurnar tryggðu sig um leið inn á fimmta Evrópumótið í röð. Um er að ræða einn stærsta sigur sem íslenskt fótboltalandslið hefur unnið.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Fanney Inga Birkisdóttir - 9
Virkaði svolítið taugatrekkt í byrjun leiksins en vann róaðist þegar leið á. Varði frábærlega í fyrri hálfleik til að halda okkur í 1-0 forystu. Var algjörlega frábær í seinni hálfleiknum.

Guðný Árnadóttir - 8
Lenti í smá vandræðum með Klöru Bühl í fyrri hálfleiknum en var sterkari í seinni hálfleik.

Glódís Perla Viggósdóttir - 10
Fyrirliðinn með stórkostlega frammistöðu enn eina ferðina. Henti sér fyrir fjölmarga bolta og bjargaði svo með ótrúlegum hætti í seinni hálfleik. Frammistaða í algjörum heimsklassa hjá Glódísi.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 9
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark af miklu harðfylgi og var frábær við hlið Glódísar í hjarta varnarinnar. Ingibjörg er án félags og sýndi sig heldur betur í kvöld.

Natasha Anasi - 9
Kom óvænt inn í byrjunarliðið en stóð heldur betur fyrir sínu í vinstri bakverðinum. Framherjar Þýskalands komust ekkert áleiðis gegn henni. Var skælbrosandi þegar hún fór af velli og henni var ótrúlega vel fagnað.

Hildur Antonsdóttir - 8
Hildur skilar alltaf sínu, eins og hefur komið áður fram. Er orðin algjör lykilmaður í þessu liði.

Alexandra Jóhannsdóttir - 9
Skoraði frábært mark og skilaði nánast fullkomnu dagsverki inn á miðsvæðinu.

Diljá Ýr Zomers - 8
Var virkilega dugleg og skilaði mjög svo góðri varnarvinnu fyrir íslenska liðið.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 9
Átti hornspyrnuna sem fyrsta markið kom úr og skilaði góðri pressu í þriðja markinu. Karólína mjög dugleg og öflug í þessum leik.

Sandra María Jessen - 8
Skilaði góðri pressu í öðru markinu og var ótrúlega dugleg í leiknum. Fékk færi til að skora í fyrri hálfleiknum en náði ekki að nýta það.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 10
Með tvær stoðsendingar og eitt mark. Þjóðverjarnir skíthræddir við hana. Tóku hana út úr síðasta leik með því að meiða hana en núna fékk hún að blómstra.

Varamenn:
Selma Sól Magnúsdóttir - 7
Hlín Eiríksdóttir - 7
Guðrún Arnardóttir - 7
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner