Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands sat fyrir svörum á blaðamannafundi að loknum sögulegum og frábærum 3-0 sigri Íslands á firnasterku liði Þýskalands á Laugardalsvelli fyrr í dag. Þar sem auk þess að leggja Þjóðverja tryggði lið Íslands sér sæti á EM í Sviss sem fram fer næsta sumar.
„Þetta er bara frábært, ég er stoltur af liðinu og stoltur af því að vinna Þýskaland 3-0 “
Sagði Steini um tilfinninguna sem fylgdi sigrinum á fundinum.
„Þetta er bara frábært, ég er stoltur af liðinu og stoltur af því að vinna Þýskaland 3-0 “
Sagði Steini um tilfinninguna sem fylgdi sigrinum á fundinum.
12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
Þorsteinn fagnaði vel og innilega þegar Sveindís Jane Jónsdóttir gulltryggði sigur Íslands með þriðja marki leiksins. Þorsteinn fór niður á hnén í fögnuðinum. Gat Þorsteinn lýst augnablikinu og hvað fór í gegnum huga hans?
„Þarna vissum við að þetta var komið. Við þyrftum bara að vera leiðinleg í 10 mínútur í viðbót. Það var lítið eftir og við þurftum bara að halda út. Þær sóttu alveg á okkur og svoleiðis en mér fannst þetta aðallega bara fyrirgjafir og einhver langskot. Mér fannst varnarleikurinn frábær hjá öllu liðinu og augnablikið var stórkoslegt. Þú veist alltaf að 2-0 forysta þá er alltaf verið að tala um þetta blessaða þriðja mark og við skoruðum það og þá vissi maður að þetta var komið.“
Að leggja lið Þýskalands hefur yfirleitt verið nokkuð langsótt fyrir lið Íslands og hvað þá á jafn sannfærandi hátt og raun varð. Gat Steini leyft sér að dreyma um eitthvað þessu líkt fyrir leik?
„Manni dreymir alltaf eitthvað skemmtilegt en nei þegar þegar maður að leggja upp leikinn þá var maður meira að hugsa um hvað maður þyrfti að gera værum við einu marki yfir í lokin. Hvernig maður þyrfti að hreyfa við liðinu og hvað maður þyrfti að gera að gera til að undirbúa svona. Ég var ekki með það í huga að vera með 3-0 stöðu og lítið eftir ég skal alveg viðurkenna það.“
Athugasemdir