KV er áfram á toppi þriðju deildar eftir öruggan sigur gegn Sindra í dag. Vesturbæingar eru með tveggja stiga forystu á toppinum en næsta lið sem ógnar toppliðunum er Augnablik, sem er níu stigum eftir KV.
Askur Jóhannsson skoraði tvennu í 5-1 sigri KV í dag. Sindri situr eftir um miðja deild með 19 stig.
Augnablik er í þriðja sæti, sjö stigum eftir Reyni Sandgerði. Í dag höfðu Kópavogsstrákarnir betur gegn botnliði Álftaness sem er í slæmri stöðu, sjö stigum frá öruggu sæti.
Að lokum gerði Tindastóll jafntefli við fallbaráttulið Ægis, sem er tveimur stigum frá fallsvæðinu.
KV 5 - 1 Sindri
1-0 Þorsteinn Örn Bernharðsson ('18)
2-0 Askur Jóhannsson ('40)
2-1 Abdul Bangura ('45)
3-1 Björn Axel Guðjónsson ('60)
4-1 Askur Jóhannsson ('63)
5-1 Ingólfur Sigurðsson ('79)
Augnablik 3 - 1 Álftanes
1-0 Ellert Hreinsson ('17)
2-0 Andri Már Strange ('34)
2-1 Sverrir Bartolozzi ('42)
3-1 Breki Barkarson ('86, víti)
Tindastóll 1 - 1 Ægir
0-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('57)
1-1 Tanner Sica ('63)
Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir