KFS 3 - 1 Augnablik
1-0 Gauti Þorvarðarson ('11 )
1-1 Halldór Atli Kristjánsson ('45 )
2-1 Ásgeir Elíasson ('67 )
3-1 Daníel Már Sigmarsson ('77 )
KFS tók á móti Augnabliki í eina leik dagsins í 3. deild karla og þurfti sigur í fallbaráttunni.
Gauti Þorvarðarson, fyrrum leikmaður ÍBV, kom heimamönnum yfir á Týsvelli í Vestmannaeyjum og leiddi KFS allt þar til undir lok fyrri hálfleiks, þegar Halldór Atli Kristjánsson jafnaði fyrir Augnablik.
Ásgeir Elíasson og Daníel Már Sigmarsson komust báðir á blað í síðari hálfleik og innsigluðu þeir gífurlega dýrmætan sigur heimamanna sem fer langleiðina með að bjarga þeim frá falli.
KFS er með 21 stig fyrir lokaumferðina, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Augnablik siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar með 31 stig.
Ljóst er að KFS nægir jafntefli í lokaumferðinni gegn Víði til að bjarga sér.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |