
Anton Ingi Rúnarsson er búinn að gera nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun því þjálfa meistaraflokk kvenna næstu tvö árin ef allt gengur að óskum.
Anton Ingi tók við starfi aðalþjálfara síðasta haust eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Jóns Ólafs Daníelssonar. Hann náði góðum árangri í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið endaði í 6. sæti með 28 stig, sem er átta stigum meira heldur en í fyrra.
„Við hjá knattspyrnudeildinni erum afar ánægð með að Anton Ingi haldi áfram með liðið. Það er góður stígandi í liðinu og verður gaman að fylgjast með þeim í framhaldinu,” sagði Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, við undirskriftina.
Athugasemdir