Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 10:27
Elvar Geir Magnússon
Árni Snær framlengir við Stjörnuna út 2025 (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna til næstu tveggja ára.

„Árni kom inn til okkar fyrir tímabilið og hefur staðið sig með eindæmum vel! Við erum virkilega stolt af því að halda honum innan okkar raða og hlökkum mikið til að fylgjast með honum halda áfram að bæta sinn leik," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Árni er 32 ára og er uppalinn hjá ÍA. Stjarnan fékk hann til sín til að fylla skarð Haraldar Björnssonar sem hefur ekkert spilað á þessu tímabili eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm.

Árni hefur verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar og á stóran þátt í því að liðið er í fjórða sæti og berst um Evrópusæti.

Sjá einnig:
„Án nokkurs vafa endurkomuleikmaður ársins“


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner