Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta var ekki lengi að sannfæra Rice

Declan Rice gekk til liðs við Arsenal frá West Ham fyrir 105 milljónir punda í sumar. Það var ekki erfitt fyrir Rice að velja Arsenal.


„Um leið og ég hitti hann vissi ég að hann væri sá sem ég vildi að myndi sjá um næsta kafla á mínum ferli. Ég fékk sterkt á tilfinninguna að Arsenal væri félagið jafnvel þrátt fyrir að það væri áhugi annars staðar frá," sagði Rice.

Hann telur að skrefið frá West Ham til Arsenal hafi ekki verið mjög stórt.

„Leikmennirnir sem voru hjá West Ham undir lokin voru ótrúlegir. Ég myndi segja að munurinn sé að ég spila ofar á vellinum núna," sagði Rice.


Athugasemdir
banner