Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 10:11
Elvar Geir Magnússon
Bandarískt fjárfestingafyrirtæki að kaupa Everton
Tölvuteiknuð mynd af nýja leikvangnum sem Everton er að byggja við Bramley Moore bryggjuna.
Tölvuteiknuð mynd af nýja leikvangnum sem Everton er að byggja við Bramley Moore bryggjuna.
Mynd: Everton
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Everton sé nálægt því að vera selt til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners sem hefur höfuðstöðvar í Miami.

Everton fór að nýju í viðræður við fyrirtækið eftir að viðræður við MSP Sports Capital sigldu í strand í ágúst.

Salan bindur enda á umdeilda eigandatíð Farhad Moshiri sem fyrst fjárfesti í félaginu 2016. Lið Everton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.

Everton hefur verið í vandræðum innan og utan vallar og hefur tvö síðustu tímabil með naumindum náð að bjarga sér frá falli. Í mars tilkynnti félagið um taprekstur fimmta árið í röð.

Þá er félagið í því ferli að reisa nýjan leikvang við Bramley Moore bryggjuna. Kostnaður gæti náð 760 milljónum punda, sem 260 milljóna punda aukning á fyrri kostnaðaráætlun.

Ef 777 Partners klárar yfirtökuna á Everton þá þýðir það að helmingurinn af 20 úrvalsdeildarfélögum Englands verða í eigu Bandaríkjamanna.
Athugasemdir