Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Everton sé nálægt því að vera selt til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners sem hefur höfuðstöðvar í Miami.
Everton fór að nýju í viðræður við fyrirtækið eftir að viðræður við MSP Sports Capital sigldu í strand í ágúst.
Everton fór að nýju í viðræður við fyrirtækið eftir að viðræður við MSP Sports Capital sigldu í strand í ágúst.
Salan bindur enda á umdeilda eigandatíð Farhad Moshiri sem fyrst fjárfesti í félaginu 2016. Lið Everton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.
Everton hefur verið í vandræðum innan og utan vallar og hefur tvö síðustu tímabil með naumindum náð að bjarga sér frá falli. Í mars tilkynnti félagið um taprekstur fimmta árið í röð.
Þá er félagið í því ferli að reisa nýjan leikvang við Bramley Moore bryggjuna. Kostnaður gæti náð 760 milljónum punda, sem 260 milljóna punda aukning á fyrri kostnaðaráætlun.
Ef 777 Partners klárar yfirtökuna á Everton þá þýðir það að helmingurinn af 20 úrvalsdeildarfélögum Englands verða í eigu Bandaríkjamanna.
Athugasemdir