Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern ætlar ekki að standa í vegi fyrir Nagelsmann
Mynd: EPA

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfaramál þýska landsliðsins eftir að Hansi Flick varð á dögunum fyrsti þjálfarinn í 123 ára landsliðssögu Þjóðverja til að vera rekinn.


Eftir slæmt gengi á HM í Katar og slaka frammistöðu í æfingaleikjum var ákveðið að reka Flick eftir tvö ár í starfi.

Julian Nagelsmann er talinn vera efstur á óskalista þýska knattspyrnusambandsins yfir mögulega arftaka, en hann er ennþá samningsbundinn FC Bayern til 2026 þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr þjálfarastóli félagsins í mars.

Bayern vill fá borgað til að hleypa Nagelsmann í burtu frá sér og hafa einhverjir fjölmiðlar í Þýskalandi haldið því fram að Bayern væri að halda Nagelsmann frá því að taka við þýska landsliðinu.

Uli Höness, stjórnarmeðlimur hjá Bayern, segir þessar sögusagnir ekki vera réttar.

„Ég get lofað ykkur því að FC Bayern mun ekki halda Nagelsmann frá því að taka við landsliðinu," sagði Höness.


Athugasemdir
banner
banner
banner