Það fara níu leikir fram á sama tíma í undankeppni EM í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá helstu byrjunarliðin, þar sem Belgía, Ítalía og Spánn eru meðal þjóða sem mæta til leiks. Þá eiga nágrannar okkar frá Noregi og Svíþjóð einnig leiki.
Romelu Lukaku, Jeremy Doku og Leandro Trossard leiða sóknarlínu Belga á heimavelli gegn Eistlandi. Youri Tielemans, Lois Openda og Dodi Lukebakio eru meðal varamanna Belga, sem deila toppsæti F-riðils með Svíum þar sem báðar þjóðir eiga 10 stig eftir 4 umferðir.
Svíar eiga gríðarlega mikilvægan leik við Austurríki þar sem fjögur stig skilja liðin að í toppbaráttu riðilsins. Svíar mæta til leiks með sterkt lið á heimavelli, þar sem Alexander Isak og Viktor Gyökeres leiða sóknarlínuna og má finna Victor Lindelöf, Dejan Kulusevski og Jens Cajuste í byrjunarliðinu.
Austurríki er einnig með sterkt lið þar sem Marko Arnautovic leiðir sóknarlínuna og eru Marcel Sabitzer, Konrad Laimer og David Alaba meðal byrjunarliðsmanna.
Ítalía þarf þá sigur í mikilvægum leik gegn sterku liði Úkraínu, þar sem liðin eru að berjast um annað sæti C-riðils. Luciano Spalletti gerir nokkrar breytingar frá ósannfærandi frammistöðu í síðustu umferð, þegar liðið gerði jafntefli í Norður-Makedóníu.
Giacomo Raspadori byrjar í fremstu víglínu í stað Ciro Immobile og þá fá Manuel Locatelli og Davide Frattesi tækifæri á miðjunni í stað Sandro Tonali og Bryan Cristante, á meðan Nicoló Zaniolo byrjar úti á kantinum. Giorgio Scalvini kemur inn í vörnina fyrir meiddan Gianluca Mancini.
Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal fær sitt fyrsta tækifæri með byrjunarliði Spánar gegn Kýpur en hann er yngsti leikmaður í sögu landsliðsins. Hann skoraði í frumraun sinni á dögunum, þegar hann kom inn af bekknum i stórsigri gegn Georgíu.
Yamal er úti á kantinum og myndar öfluga sóknarlínu ásamt Alvaro Morata og Nico Williams. Spánverjar eru með sex stig eftir þrjár umferðir og þurfa því sigur í kvöld.
Að lokum má finna Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard í byrjunarliði Noregs sem spilar við Georgíu. Norðmenn eru aðeins með fjögur stig eftir fjórar umferðir og þurfa því nauðsynlega sigur.
Belgía: Casteels, Castagne, Faes, Vertonghen, Theate, Mangala, Onana, Carrasco, Trossard, Doku, Lukaku
Svíþjóð: Olsen, Wahlqvist, Hien, Lindelöf, Sema, Kulusevski, Cajuste, Ekdal, Forsberg, Isak, Gyökeres
Austurríki: A.Schlager, Posch, Lienhart, Alaba, Mwene, Laimer, Seiwald, X.Schlager, Sabitzer, Arnautovic, Gregoritsch
Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Scalvini, Bastoni, Dimarco, Barella, Locatelli, Frattesi, Zaniolo, Zaccagni, Raspadori
Spánn: Simon, Carvajal, Le Normand, Laporte, Gaya, Gavi, Rodri, Merino, Yamal, Williams, Morata
Noregur: Nyland, Ajer, Östigard, Strandberg, Björkan, Aursnes, Berg, Ödegaard, Larsen, Nusa, Haaland