Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Clarke ætlar ekki að reyna sannfæra Barnes og Anderson
Mynd: EPA

Steve Clarke þjálfari skoska landsliðsins hefur engan áhuga á því að reyna sannfæra Harvey Barnes og Elliot Anderson um að spila fyrir landsliðið.


Breskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Barnes hefði áhuga á að skipta yfir í skoska landsliðið en hann hefur leikið einn landsleik fyrir England og á 14 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Englands.

Samherji hans hjá Newcastle, Elliot Anderson, var valinn í skoska landsliðshópinn á dögunum en snéri aftur til Newcastle eftir tvær æfingar vegna meiðsla. Hann á landsleiki með yngri landsliðum Englands og Skotlands.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands og Clarke eru mjög hrifnir af Anderson.

Clarke segist þó ekki ætla reyna sannfæra leikmennina um að spila fyrir Skotland.

„Ef við getum fundið menn sem bæta okkur og vilja virkilega vera með okkur þá getum við bætt hópinn þannig. Ef það eru menn sem eru í smá efa þá ætla ég ekki að hringja í þá og reyna sannfæra þá um að koma. Við þurfum ekki að gera það, við erum í górði stöðu með mennina sem við erum með," sagði Clarke.


Athugasemdir
banner
banner
banner