Young Boys 0 - 1 Silkeborg
0-1 Frederik Carlsen ('50)
Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Silkeborg er liðið heimsótti Young Boys í danska bikarnum í dag.
Young Boys leikur í D-deild danska boltans en náði að halda vel í við Silkeborg og endaði á að tapa aðeins 0-1.
Frederik Carlsen skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu og kom Silkeborg þannig áfram og í 32-liða úrslit bikarsins.
Stefán Teitur hefur verið í aukahlutverki hjá Silkeborg síðustu vikur eftir meiðsli sem héldu honum frá í allt sumar. Það verður áhugavert að fylgjast með byrjunarliðsbaráttu hans í sterku liði Silkeborg sem er komið með 13 stig eftir 7 umferðir á nýju tímabili.
Athugasemdir