Hansi Flick var rekinn sem þjálfari þýska landsliðsins á dögunum eftir 4-1 tap gegn Japan í æfingaleik.
Liðinu hefur gengið mjög illa síðustu mánuði en liðinu mistókst að komast áfram í riðlakeppni á HM í Katar. Eftir HM hefur liðið aðeins unnið einn leik, tapað fjórum og gert eitt jafntefli.
Ilkay Gundogan fyrirliði þýska landsliðsins finnst hann hafa svikið Flick.
„Andrúmsloftið í liðinu er eins og er blanda af sorg, gremju og vonbrigðum. Sem leikmaður hef ég á tilfinningunni að ég hafi svikið Hansi Flick ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Hann var alltaf einbeittur, áhugasamur og fullur af orku. Því miður tókst okkur sem lið ekki að gera eitthvað úr því," sagði Gundogan.
Rudi Völler, Sandro Wagner og Hannes Wolf stýra liðinu þegar Þýskaland mætir Frakklandi í æfingaleik í kvöld.