Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
Lára Kristín kemur inn í landsliðshópinn fyrir Alexöndru
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, er búinn að gera eina breytingu á landsliðshópinum sem mætir Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í september.


Alexandra Jóhannsdóttir er miðjumaður hjá Fiorentina á Ítalíu en getur ekki verið með í næstu leikjum, líklegast vegna meiðsla. Alexandra spilaði sitthvorn hálfleikinn þegar Ísland tapaði gegn Finnum og vann svo Austurríki í æfingaleikjum í júlí, en hefur ekki spilað fótbolta síðan þar sem ítalska deildartímabilið byrjar núna um helgina.

Lára Kristín Pedersen er kölluð upp í landsliðshópinn í stað Alexöndru en Lára Kristín er mikilvægur hlekkur í sterku liði Vals.

Lára er fædd 1994 og á tvo A-landsleiki að baki fyrir Ísland eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.

Alexandra er fædd um aldamótin og á 35 A-landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner