þri 12. september 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fær Snapdragon á treyjurnar
Mynd: EPA

Manchester United hefur samið við nýja styrktaraðila fyrir næstu leiktíð og verða Rauðu djöflarnir með Snapdragon auglýsingu frá Qualcomm Technologies framan á treyjunum sínum frá og með næsta hausti.


Ekki er greint frá því hversu langur samningurinn er, en hann gildir að minnsta kosti í eitt tímabil og nær til bæði karla- og kvennaliðsins.

Qualcomm er heimsþekktur tækniframleiðandi sem bjó til hina byltingakenndu Snapdragon tölvuflögu sem er notuð af helstu farsíma- og tölvuframleiðendum tækniiðnaðarins.

Snapdragon verður framan á öllum treyju karla- og kvennaliða Man Utd en TeamViewer er framan á treyjum liðsins þetta tímabilið og hefur verið síðustu tvö tímabil.


Athugasemdir
banner
banner