Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 14:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hyggst gera tilboð í Ferguson næsta sumar
Manchester United hefur ekki farið eins vel af stað á nýju tímabili og félagið vonaðist eftir. Liðið situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester Evening News segir að félagið sé þegar farið að skipuleggja næsta sumarglugga og sé með áætlanir fyrir hann.

Sagt er að United vilji styrkja sig með miðverði, bakverði, miðjumanni og sóknarmanni.

Eitt af nöfnunum á blaði er Evan Ferguson sem skoraði sína fyrstu þrennu í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, í 3-1 sigri Brighton gegn Newcastle.

Írski landsliðsmaðurinn er átján ára og skrifaði nýlega undir fimm ára samning við Brighton en talið er að hann gæti verið seldur fyrir háa upphæð á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner