Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mead og Miedema mættar aftur til æfinga
Kvenaboltinn
Arsenal fagnar því að ein af bestu fótboltakonum heims er komin aftur til baka eftir löng og erfið meiðsli.

Vivianne Miedema er byrjuð að æfa aftur með Arsenal eftir níu mánuði fjarri góðu gamni eftir að hún sleit krossband í desember.

Arsenal saknaði hennar sárt í vetur og vor, en meiðsli Miedema komu á svipuðum tíma og Beth Mead sleit sitt krossband. Það skildi Arsenal-konur eftir fáliðaðar í sóknarleiknum og tókst þeim hvorki að vinna ensku ofurdeildina né Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Mead sneri aftur til æfinga á dögunum og verður það gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Arsenal þegar þessar tvær snúa aftur á völlinn.

Fyrsta umferð nýs deildartímabils í ensku ofurdeildinni hefst 1. október, þegar Arsenal tekur á móti Liverpool á Emirates leikvanginum.



Athugasemdir
banner