
Vivianne Miedema er byrjuð að æfa aftur með Arsenal eftir níu mánuði fjarri góðu gamni eftir að hún sleit krossband í desember.
Arsenal saknaði hennar sárt í vetur og vor, en meiðsli Miedema komu á svipuðum tíma og Beth Mead sleit sitt krossband. Það skildi Arsenal-konur eftir fáliðaðar í sóknarleiknum og tókst þeim hvorki að vinna ensku ofurdeildina né Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Mead sneri aftur til æfinga á dögunum og verður það gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Arsenal þegar þessar tvær snúa aftur á völlinn.
Fyrsta umferð nýs deildartímabils í ensku ofurdeildinni hefst 1. október, þegar Arsenal tekur á móti Liverpool á Emirates leikvanginum.
First training session back with the team.
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 11, 2023
Keep up the hard work, @VivianneMiedema ?? pic.twitter.com/0ShjyfiOBi