Ein af þeim konum sem saka Antony, leikmann Manchester United, um kynferðisofbeldi kallar hann lygara og sakar hann um að hafa falsað WhatsApp skilaboð sem hann segir hafa verið milli þeirra.
Ingrid Lana segir Antony hafa ýtt sér upp við vegg eftir að hafa reynt að kyssa hana. Antony heldur því að öll samskipti milli þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila en Lana kallar hann lygara.
Ingrid Lana segir Antony hafa ýtt sér upp við vegg eftir að hafa reynt að kyssa hana. Antony heldur því að öll samskipti milli þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila en Lana kallar hann lygara.
Lana steig fram eftir að önnur kona, Gabriela Cavallin, sakaði Antony um að hafa fjórum sinnum beitt sig ofbeldi.
Antony birti skjáskot af samskiptum á WhatsApp samskiptamiðlinum þar sem Lana segir meðal annars: 'Ef þú vilt þá mun ég bíða nakin eftir þér í rúminu'.
Lana segir skjáskotið vera falsað en Antony segir hinsvegar við brasilíska fjölmiðla að hún hafi beðið um að fá að hitta sig í Manchester. Hann hafi pantað miða fyrir hana og bókað hótel, þau hafi svo átt náin og samþykkt kynni.
Antony heldur fram sakleysi sínu og segist vera með sannanir sem hann ætli hinsvegar ekki að opinbera í fjölmiðlum til að verja friðhelgi einkalífsins.
Manchester United gaf það út á dögunum að vegna málsins myndi Antony stíga til hliðar og ekki taka þátt í æfingum hjá félaginu. Óvíst er hversu lengi það mun standa yfir.
Athugasemdir