Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Moyes um Lingard: Kominn í miklu betra stand
Jesse Lingard er samningslaus en æfir þessa dagana með West Ham. David Moyes stjóri West Ham segir ekki enn ljóst hvort þessi fyrrum leikmaður Manchester United skrifi undir hjá félaginu.

Lingard var seinni hluta 2021-22 tímabilsins á láni hjá Hömrunum og skoraði þá níu mörk í sextán leikjum. Á síðasta tímabili var hann hjá Nottingham Forest en yfirgaf félagið í sumar.

Lingard hefur síðustu þrjár vikur æft með West Ham.

„Jess hefur æft með okkur í þrjár vikur og það hefur verið mikil bæting frá því að hann kom fyrst inn. Hann er kominn í mjög gott stand, miklu betra stand en þegar hann kom fyrst. Ég vildi gefa honum tækifæri til að koma sér í form og sjá hvað myndi gerast," segir Moyes.

West Ham hefur byrjað þetta tímabil frábærlega og er í fjórða sæti eftir þrjá sigra og eitt jafntefli. Liðið mætir meisturunum í Manchester City um helgina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner