Heimild: mbl.is

Víðir Sigurðsson yfirmaður íþrótta hjá Morgunblaðinu segir í pistli í blaði dagsins að erfitt hafi verið að horfa upp á Ísland dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar heimavöllinn – þjóðarleikvanginn í Laugardal.
„Laugardalsvöllurinn var flottur á síðustu öld en er kominn úr takt við tímann. Síðasta föstudag voru okkar menn ekki bara niðurlægðir innan vallar í Lúxemborg, heldur fór sú niðurlæging fram á nýjum og stórglæsilegum þjóðarleikvangi," skrifar Víðir.
„Færeyingar eru líka komnir fram úr okkur á því sviði eins og nánast allar minni þjóðir álfunnar. Reyndar er að finna hjá nær öllum félagsliðum í efstu deildum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur leikvanga sem myndu fyllilega sóma sér sem íslenskur þjóðarleikvangur."
„En fyrst það ætlar að taka svona mörg ár að koma endurbótum Laugardalsvallar af nefndarstigi yfir á framkvæmdastig, þá ætti í það minnsta að vera hægt að byrja á að skipta um yfirborð og gera völlinn leikhæfan í nóvember."
Athugasemdir