Breskir fjölmiðlar greina frá því að Newcastle sé í viðræðum við framherjan Callum Wilson um nýjan samning. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Þessi 31 árs gamli framherji hefur verið frábær í treyju Newcastle síðan hann gekk til liðs við félagið frá Bournemouth en hann er á sínu fjórða tímabili hjá félaginu.
Hann hefur skorað 40 mörk og lagt upp tíu í 86 leikjum.
Hann hefur þurft að verma varamannabekkinn meira eftir að Alexander Isak gekk til liðs við félagið fyrir metfé síðasta sumar en hefur þó oftar en ekki komið gríðarlega sterkur inn af bekknum.
Hann hefur komið við sögu í fyrstu fjórum leikjunum á þessu tímabili, öllum af bekknum og skorað tvö mörk.
Athugasemdir