Fótboltaáhugamenn eru ekki þekktir fyrir að kvarta undan bjórhátíðum en stuðningsmenn Manchester United eru óánægðir með leiktímann á útileiknum gegn Bayern München í Meistaradeildinni sem fram fer í næstu viku.
Leikurinn fer fram á meðan Októberfest er í gangi í Bæjaralandi en þúsundir ferðamanna mæta. Verðið á hótelgistingu og flugferðum rýkur þá upp úr öllu valdi.
Leikurinn fer fram á meðan Októberfest er í gangi í Bæjaralandi en þúsundir ferðamanna mæta. Verðið á hótelgistingu og flugferðum rýkur þá upp úr öllu valdi.
United hefur selt alla þá 3.779 miða sem félagið fékk á leikinn en stuðningsmenn hafa kvartað yfir því hversu dýrt það er að ferðast á leikinn.
Einhverjir hafa brugðið á það ráð að ferðast til Salzburg í Austurríki og ætla svo að fara yfir landamærin til München.
Galatasaray og FC Kaupmannahöfn eru einnig í A-riðli Meistaradeildarinnar en riðillinn fer af stað á miðvikudag.
Athugasemdir