Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rosalega mikilvægt fyrir okkur að svara þeim gagnrýnisröddum"
Icelandair
Ánægðir eftir leikinn
Ánægðir eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM í gær. Sigurinn kom þremur dögum eftir mjög slæmt tap gegn Lúxemborg ytra og var Gulli mjög mjög hreinskilinn í viðtali eftir þann leik.

Sigurmarkið í gær kom í uppbótartíma og var það liðsfélagi Gulla hjá belgíska félaginu Eupen, Alfreð Finnbogason sem skoraði markið.

Gulli var spurður út í uppgjörið eftir síðasta leik, hvað var farið yfir og lagað milli leikja.

„Við fórum náttúrulega bara yfir mikið, það var margt sem að fór úrskeiðis úti í Lúxemborg. Við fórum bara yfir bæði varnarleikinn, einstaklingsmistökin sem að náttúrulega bara kostuðu okkur leikinn og sóknarleikinn og svo framvegis, einhvernveginn allt. Þetta með að þegar maður lendir undir snemma að það þurfi ekki allt að fara í panic og í survival mode að vera bara slakir halda í leikplanið og núna var þetta bara virkilega jákvætt í dag."

Hversu mikilvægt er það eftir þann leik að koma til baka og ná í sigur?

„Virkilega. Ég myndi aldrei standa hérna, eftir þann leik, og segja að við áttum ekki þessar gagnrýnisraddir skilið. Við áttum þær fullkomlega skilið, það er bara svo einfalt. Auðvitað er það rosalega mikilvægt fyrir okkur að svara þeim röddum með frammistöðu eins og í dag og hafa náð að klára Bosníu hérna heima," sagði Gulli.
Guðlaugur Victor: Áttum þetta líka skilið í endann
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner