
Luis Rubiales, sem sagði af sér sem forseti spænska fótboltasambandsins á sunnudag, þarf að mæta fyrir hæstarétt í Madríd á morgun vegna rembingskossins umtalaða.
Spjótin hafa beinst að Rubiales eftir að hann smellti kossi á munn Jenni Hermoso, sóknarmanns spænska landsliðsins, eftir að Spánn tryggði sér sigur á HM kvenna.
Spjótin hafa beinst að Rubiales eftir að hann smellti kossi á munn Jenni Hermoso, sóknarmanns spænska landsliðsins, eftir að Spánn tryggði sér sigur á HM kvenna.
Kossinn hrundi af stað bylgju, mótmæli hafa átt sér stað og margir háttsettir aðilar krafist þess að Rubiales myndi segja af sér. Hann harðneitaði því í fyrstu en lét undan á sunnudag.
„Ég hef trú á sannleikanum og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hann nái fram að ganga," skrifaði Rubiales í opnu bréfi á sunnudag.
Hermoso gaf út yfirlýsingu þann 25. ágúst og sagði að kossinn hefði ekki verið með hennar samþykki. Hún segir að sér hafi verið sýnd óvirðing og enginn einstaklingur ætti að verða fórnarlamb svona hegðunar frá öðrum aðili.
Athugasemdir