Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Sancho gæti verið á förum - Kemur El Ghazi á frjálsri sölu?
Powerade
Reynir Real Madrid við Mbappe í janúar?
Reynir Real Madrid við Mbappe í janúar?
Mynd: EPA
Það er fremur rólegt yfir slúðrinu enda glugginn harðlæstur og landsleikjagluggi í gangi.

Enski vængmaðurinn Jadon Sancho (23) gæti yfirgefið Manchester United. Honum og Erik ten Hag mistókst að grafa stríðsöxina á fundi undir fjögur augu. (Star)

Manchester United íhugar að fá til sín hollenska vængmanninn Anwar El Ghazi (28). Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Aston Villa og Everton er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið PSV Eindhoven. (Mail)

Julian Nagelsmann fyrrum stjóri Bayern München og Louis van Gaal fyrrum stjóri Manchester United og Hollands eru á blaði hjá þýska fótboltasambandinu sem rak Hansi Flick á dögunum. (Mirror)

Felix Magath (70), fyrrum stjóri Bayern München og Fulham, segist tilbúinn að taka við þýska landsliðinu. (Sky Sports Þýskalandi)

Real Madrid er tilbúið að setja 200 milljónir punda til hliðar til að kaupa franska framherjann Kylian Mbappe (24) frá Paris St-Germain. (Mail)

Manchester United hafnaði tilboði frá Arsenal í enska landsliðsmarkvörðinn Mary Earps (30) en félagaskiptaglugganum í ensku kvennadeildinni verður lokað á fimmtudag. United ætlar ekki að selja Earps þó samningur hennar renni út í júní. (Telegraph)

Chelsea óttast að belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia (19) verði frá í sex vikur. (Mirror)

Arsenal mun reyna aftur við varnarmanninn Ousmane Diomande (19) hjá Sporting Lissabon á næsta ári. 30 milljóna punda tilboði Arsenal var hafnað í sumar. (Record)

Antoine Griezmann (32) sóknarmaður Atletico Madrid segist enn stefna á að fara í bandarísku MLS-deildina. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner