Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Valladolid mótmæla eignarhaldi Ronaldo
Mynd: EPA

Stuðningsmenn spænska félagsins Real Valladolid eru orðnir þreyttir á brasilísku goðsögninni Ronaldo sem er eigandi félagsins.


Þeir eru ósáttir með það sem þeir segja vera innantóm loforð frá brasilísku stórstjörnunni, en Valladolid féll úr efstu deild á Spáni í sumar og hefur byrjað nýtt tímabil illa í B-deildinni.

Valladolid er aðeins með fjögur stig eftir fimm umferðir á leiktíðinni og mótmæltu þeir eftir jafntefli gegn Elche um helgina.

„Fimm ár af lygum. Við erum á barmi þess að falla í hyldýpi. Nú er komið nóg!" stóð á stórum borða sem stuðningsmenn höfðu með sér í mótmælin.


Athugasemdir
banner
banner