Andre Gomes miðjumaður Everton er á óskalista tveggja tyrkneskra félaga. Fenerbache og Trabzonspor.
Gomes er ekki inn í myndinni hjá Sean Dyche stjóra enska liðsins en þessi þrítugi miðjumaður var á láni hjá franska liðinu Lille á síðustu leiktíð og hefur ekkert komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Hann hefur lengi verið orðaður í burtu frá félaginu og virðist það loks verða að veruleika.
Félögin þurfa að hafa hraðar hendur þar sem félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á föstudaginn.
Athugasemdir