U19 landslið karla lék gegn Slóveníu í morgun í síðasta leik sínum á æfingamóti í Slóveníu.
Staðan var markalaus í hálfleik en Lúkas Magni Magnason fyrirliði, leikmaður KR, skoraði eina mark leiksins með skalla í seinni hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted átti háa sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu og Lúkas skoraði.
Hinumegin komust heimamenn nálægt því að jafna þegar þeir skölluðu í slá en fleiri urðu mörkin ekki og Ísland fagnar sigri.
Staðan var markalaus í hálfleik en Lúkas Magni Magnason fyrirliði, leikmaður KR, skoraði eina mark leiksins með skalla í seinni hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted átti háa sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu og Lúkas skoraði.
Hinumegin komust heimamenn nálægt því að jafna þegar þeir skölluðu í slá en fleiri urðu mörkin ekki og Ísland fagnar sigri.
Ísland vann 1-0 sigur gegn Kirgistan í fyrsta leik sínum á mótinu þar sem Helgi Fróði Ingason skoraði eina markið en tapaði svo 1-3 fyrir Portúgal. Benóný Breki Andrésson skoraði eina mark Íslands í þeim leik.
Mótið var liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2024, en þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Danmörku og Eistlandi í fyrstu umferð.

Athugasemdir