Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum hefði getað þrýst á sölu - „Það voru einhverjir möguleikar"
Icelandair
Í leiknum í gær.
Í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Já og nei, maður var eitthvað að skoða í kringum sig," sagði Willum Þór Willumsson við Fótbolta.net eftir sigur Íslands gegn Bosníu og Hersgóvínu í gær.

Willum var spurður út í ákvörðun sína í lok síðasta mánaðar þegar hann framlengdi við hollenska félagið Go Ahead Eagles fram á sumarið 2026. Willum var spurður hvort að ákvörðunin hefði verið erfið. Willum gekk í raðir félagsins fyrir rúmu ári síðan og var besti maður liðsins á síðasta tímabili. Það var áhugi á honum frá öðrum hollsenskum félögum og m.a. frá stórliði í Ísrael.

„Ég er á mjög góðum stað, spila alla leiki og er einn af aðalmönnunum, klúbburinn er að stækka og stækka með hverju ári og við erum komnir með helvíti gott lið. Þetta var svona 'fifty-fifty' ákvörðun en svo á endanum var þetta það eina rétta í stöðunni."

Fótbolti.net fjallaði um það þegar tíðindin bárust af undirskrift Willums að hann fengi veglega launahækkun frá fyrri samningi. En var staðan þannig að hann gat valið að fara annað?

„Já, það voru einhverjir möguleikar en það var ekkert sem mig langaði eitthvað rosalega í. Það voru einhver félög sem ég hefði getað þrýst á að ég fengi að fara til, en þegar allt kom til alls þá var Go Ahaed málið fyrir mig," sagði Willum.

Ernirnir eru í sjötta sæti hollensku deildarinnar sem er nýbyrjuð; með sex stig eftir þrjá leiki. Á síðasta tímabili endaði liðið í 11. sæti, tólf stigum fyrir ofan fallumspiliði og sex stigum frá Evrópuumspilinu.

Willum er 24 ára miðjumaður sem var í gær að spila sinn fjórða landsleik. Hann var fenginn til Go Ahead frá BATE Borisov síðasta sumar.

Sjá einnig:
Willum Þór búinn að framlengja (Staðfest) - „24... nei, 26"
Athugasemdir
banner