Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enska sambandið ætlar ekki að aðhafast í máli Enzo Fernandez
Mynd: EPA

Enzo Fernandez kom sér í mikil vandræði þegar hann söng niðrandi söngva um svarta leikmenn franska landsliðsins með liðsfélögum sínum í argentíska landsliðinu í sumar.


Það var mikil reiði innan herbúða Chelsea en menn leystu það fljótt sín á milli. Franski varnarmaðurinn Wesley Fofana, samherji Fernandez hjá Chelsea, var fljótur að tjá sig um málið í gegnum Instagram þar sem hann fordæmdi atvikið.

FIFA og Chelsea hófu rannsókn á málinu í kjölfarið en enska fótboltasambandið ætlar ekki að hefja sína eigin rannsókn. Atvikið átti sér stað í landsliðsverkefni og er þetta því undir FIFA og fótboltasambandi Suður Ameríku komið að rannsaka málið.

Fernandez hefur verið að koma sér í allskonar vandræði undanfarið en hann missti ökuréttindin sín í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner